Krafturinn í Kröflu
Kröflusvæði í Mývatnssveit er eitt frægasta jarðhitasvæði heims. Gestastofan okkar veitir gestum innsýn þá ótrúlegu krafta sem búa í iðrum jarðar.
Í máli og myndum er fjallað um jarðfræði á svæðinu, vinnslu raforku úr jarðvarma, sögu jarðvarmans á Íslandi og tækifærum sem tengjast honum.

Einnig er farið yfir gríðarleg áhrif Kröfluelda á svæðið og uppbyggingu Kröflustöðvar sem var fyrsta stóra jarðvarmavirkjun landsins sem nýtt var til raforkuframleiðslu.
Áhugaverð og fræðandi sýning sem veitir gestum innsýn inn í undraheim jarðvarmans.