Kjöraðstæður fyrir klókar lausnir
Fjögur gagnaver eru nú í viðskiptum við Landsvirkjun. Ísland býður upp á góðar tengingar þegar horft er til gagnaflutnings í gegnum sæstreng milli Íslands og Írlands.
Við stöndum vel að vígi:
- Við bjóðum græna, endurnýjanlega orku
- Við erum samkeppnishæf í verði
- Kalda loftslagið okkar kælir gagnaverin og lækkar orkukostnað
- Hér er stöðugt og traust flutningskerfi
- Nútímalegir innviðir
- Öruggt umhverfi
- Vel menntað og metnaðarfullt starfsfólk
- Evrópulöggjöf og ívilnanir
Gagnaverin, eða netþjónabúin eins og þau eru líka kölluð, sinna hýsingu, tengi- og afritunarþjónustu, gagnavistun og -flutningi og ýmis konar sérhæfðri þjónustu annarri. Stærstu tæknifyrirtæki heims eru að byggja upp mikið af reiknigetu og hafa sýnt Íslandi áhuga, enda hefur reynslan sýnt að hér sé gott rekstrarumhverfi þar sem boðið er upp á endurnýjanlega orku á samkeppnishæfu verði. Tækninni fleytir sífellt fram og krafan um örugga vistun og dreifingu eykst stöðugt.