Beiðnir langt umfram væntingar

09.10.2023Viðskipti

Landsvirkjun tók á móti beiðnum um grunnorkusamninga fyrir árið 2024 á tímabilinu 15. september til 6. október. Til stóð að afgreiða beiðnir 9. október en sú afgreiðsla frestast um óákveðinn tíma.

Beiðnir sem bárust voru nokkuð umfram væntingar Landsvirkjunar, talsvert umfram grunnorkusölu á árinu 2023 og ekki í samræmi við þróun almenns álags. Yfir stendur endurmat á eftirspurn og mat á getu vinnslukerfisins til að standa undir væntu álagi.

Landvirkjun hefur upplýst alla heildsöluviðskiptavini sína um stöðu mála. Þá var upplýsingum jafnframt komið á framfæri við Orkustofnun.