Ársfundur 2025

Ársfundur Landsvirkjunar árið 2025 verður í Silfurbergi í Hörpu þriðjudaginn 4. mars kl. 14. Yfirskrift fundarins er Sterk framtíð á stoðum fortíðar.

Vegna takmarkaðs sætaframboðs í Hörpu er nauðsynlegt að skrá mætingu í formið hér fyrir neðan. Ekki þarf að skrá þátttöku til að horfa á opið streymi á vef og samfélagsmiðlum.

Sterk framtíð á stoðum fortíðar

Á 60 ára afmælisári orkufyrirtækis þjóðarinnar fjallar ársfundurinn bæði um þá miklu reynslu sem við höfum öðlast í orkuvinnslu úr endurnýjanlegum auðlindum en jafnframt um framtíðarsýn okkar og mat á því hvað gera þarf til að tryggja orkuskipti og áframhaldandi velsæld í orkumálum.

Dagskrá

Ársfundurinn fer fram í Silfurbergi í Hörpu. Húsið verður opnað kl. 13:30 og boðið upp á léttar veitingar. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 14:00 og stendur til kl. 15:30.

Fundarstjóri er Þóra Arnórsdóttir, forstöðumaður samskipta hjá Landsvirkjun.

Ávörp og erindi

  • Ávarp stjórnarformanns
    Jón Björn Hákonarson, stjórnarformaður Landsvirkjunar
  • Ávarp fjármálaráðherra
    Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra
  • Ábyrgð á auðlind þjóðar
    Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar
  • Forsjálni til framtíðar
    Jóna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis
  • Enginn venjulegur raforkumarkaður
    Tinna Traustadóttir, framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu

Pallborðsumræður

  • Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra
  • Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar
  • Gestur Pétursson, forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar
  • Guðrún Halla Finnsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Norðuráli