Um virkjunarkostinn
Landsvirkjun hefur undanfarin ár haft til athugunar að nýta allt að 69 metra fall á núverandi veituleið Blönduvirkjunar, frá Blöndulóni að Gilsárlóni, sem í dag rennur um veituskurði á um 20 kílómetra kafla. Þessar athuganir eru liður í áætlunum fyrirtækisins um að bæta nýtingu á núverandi aflsvæðum Landsvirkjunar.
Áætlanir gera ráð fyrir að reisa þrjár smærri virkjanir sem hefðu heildarorkugetu um 194 GW stundir á ári og samanlagt afl þeirra yrði allt að 31 MW. Sú efsta, Kolkuvirkjun, virkjar fallið úr Blöndulóni niður í Smalatjörn. Sú næsta, Friðmundarvirkjun, virkjar fallið frá Smalatjörn í Austara-Friðmundarvatn og sú þriðja, Þramarvirkjun, virkjar fallið frá Austara-Friðmundarvatni niður í Gilsárlón.
Verkhönnun og mati á umhverfisáhrifum lauk árið 2014.