Siðareglur Landsvirkjunar

Siðareglur Landsvirkjunar innihalda almenn viðmið um hátterni og ábyrga starfshætti sem við stöndum fyrir.

Stjórnendur sjá til þess að starfsfólki sé kunnugt um reglurnar og að þær séu eðlilegur þáttur í starfi þess. Allt starfsfólk gætir að því fyrir sitt leyti að farið sé eftir reglunum.

Siðareglur

  • Hagsmunaárekstrar

    Við störfum af heilindum og látum persónulega hagsmuni ekki hafa áhrif á störf okkar fyrir Landsvirkjun. Við misnotum ekki stöðu okkar eða vald í eiginhagsmunaskyni og tökum ekki þátt í meðferð mála er varða hagsmuni okkar sjálfra eða tengdra aðila. Við upplýsum stjórnendur um atriði sem kunna að valda hagsmunaárekstrum.

  • Mútur og spilling

    Hjá Landsvirkjun vinnum við gegn hvers kyns spillingu. Við þiggjum ekki né veitum gjafir eða hverskyns hlunnindi sem eru til þess fallin að hafa áhrif á ákvarðanatöku eða dómgreind okkar eða annarra við vinnslu mála. Við högum störfum okkar í samræmi við Viðbragðsáætlun og varnir gegn ámælisverðri háttsemi.

  • Mannréttindi og jafnrétti

    Í störfum okkar höfum við jafnrétti og mannréttindi að leiðarljósi. Við berum virðingu fyrir samstarfsfólki okkar og þeim sem við höfum samskipti við í gegnum starf okkar. Við sýnum umburðarlyndi og tökum tillit til ólíkra sjónarmiða og aðstæðna. Við liðum ekki undir neinum kringumstæðum einelti, kynferðislega áreitni, kynbundið áreiti eða annars konar ofbeldi.

  • Upplýsingaöryggi og trúnaður

    Við vöndum alla meðferð upplýsinga og skjala og gætum nauðsynlegs trúnaðar. Við gætum að persónuvernd og högum störfum okkar og meðferð persónuverndargagna samkvæmt lögum. Við gætum þess að skrá samskipti og skjöl í samræmi við þær lagakröfur sem gerðar eru til Landsvirkjunar.

  • Samskipti og vinnubrögð

    Við störfum og tökum ákvarðanir af vandvirkni og heiðarleika og högum störfum okkar í samræmi við stefnu fyrirtækisins, samþykkt ferla, siðareglur þessar og gildandi lög. Við eigum hreinskilin samskipti, svörum fyrirspurnum málefnalega og vísum í gögn þegar því verður við komið. Við gætum ávallt að orðspori Landsvirkjunar í samskiptum okkar, þar með talið við notkun okkar á samfélagsmiðlum. Við göngum vel um eigur fyrirtækisins og nýtum þær ekki til einkanota nema fyrir því liggi samþykki viðeigandi aðila. Við notum ekki hug- og velferð Landsvirkjunar til ólöglegra athæfis.

  • Öryggi og umhverfi

    Við gætum ávallt fyllsta öryggis í störfum okkar og fylgjum öryggisreglum í hvívetna. Við berum virðingu fyrir umhverfi og náttúru í öllum okkar störfum.

Tengd skjöl