Öryggis- og heilsustefna

Núgildandi öryggis- og heilsustefna var samþykkt af stjórn Landsvirkjunar í janúar 2024.

Tilgangur

Öryggis- og heilsustefnan á PDF

Tilgangur öryggis- og heilsustefnu Landsvirkjunar er að skapa vinnustað þar sem öryggi og heilsa starfsfólks er í forgrunni. Markmið okkar er öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi sem stuðlar að vellíðan á vinnustað og heilbrigðri vinnustaðamenningu.

Landsvirkjun hlítir þeim kröfum sem gerðar eru til fyrirtækisins, skuldbindingum sem það hefur undirgengist og hefur stöðugar umbætur að leiðarljósi.

Öryggis- og heilsustefna

Öryggi í öndvegi

Landsvirkjun er í fararbroddi í öryggis- og heilsumálum.

Við sköpum öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi með áherslu á að fyrirbyggja slys og atvinnutengda sjúkdóma sem valda eða geta valdið varanlegum skaða.

Við leggjum áherslu á vellíðan starfsfólks og heilbrigða vinnustaðamenningu.

Öryggis- og heilsustefna

Áhætta lágmörkuð

Margt í starfsemi Landsvirkjunar er áhættusamt. Við áhættumetum öll störf, höfum stjórn á líkamlegri og sálfélagslegri áhættu, höfum nauðsynleg varnarlög til staðar og tökum ekki óásættanlega áhættu.

Við stofnum ekki lífi og heilsu starfsfólks í hættu fyrir fjármuni, tíma, framleiðslu eða aðra þætti í starfsemi fyrirtækisins. Við gerum óhikað athugasemdir við óöruggt verklag eða aðstæður og stöðvum vinnu ef við teljum að öryggi sé ekki tryggt.

Öryggis- og heilsustefna

Skýr ábyrgð og samskipti

Við eigum opin og heiðarleg samskipti við innri og ytri hagsmunaaðila um öryggi og heilsu. Við leggjum áherslu á skýra ábyrgð stjórnenda og að starfsfólk viti að öryggi þeirra hefur alltaf forgang.

Við leggjum áherslu á að öll taki virkan þátt í að skapa öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi, við lærum af þeim atvikum sem verða og öxlum ábyrgð á eigin öryggi og annarra.