Tilgangur
Tilgangur öryggis- og heilsustefnu Landsvirkjunar er að skapa vinnustað þar sem öryggi og heilsa starfsfólks er í forgrunni. Markmið okkar er öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi sem stuðlar að vellíðan á vinnustað og heilbrigðri vinnustaðamenningu.
Landsvirkjun hlítir þeim kröfum sem gerðar eru til fyrirtækisins, skuldbindingum sem það hefur undirgengist og hefur stöðugar umbætur að leiðarljósi.