Orkuskipti.is

Ný útgáfa af vefnum orkuskipti.is var sett í loftið þann 14. nóvember 2024. Á fjölmennum fundi í Kaldalóni í Hörpu sama dag var farið yfir helstu nýjungar og hvað hefði breyst frá því að vefurinn orkuskipti.is var fyrst opnaður árið 2022. Vefurinn er unninn í samstarfi Landsvirkjunar, Samtaka iðnaðarins, Samorku, EFLU og Grænvangs.

Upptaka af fundinum

Orkuskipti.is í Hörpu

14. nóvember 2024

Allt um orkuskiptin

Skoða Orkuskiptavefinn

Á fundinum fóru þau Haukur Ásberg Hilmarsson frá Landsvirkjun og Ágústa Loftsdóttir frá EFLU yfir margt það markverðasta sem á vefnum er að finna, t.d.:

  • Ísland flytur inn olíu fyrir um 160 milljarða króna á ári og því til mikils að vinna að ná fram þriðju orkuskiptunum.
  • Ísland er í 22. sæti yfir orkuframleiðslu á mann af þeim 157 ríkjum heims sem eru með yfir 100.000 íbúa. Við stöndum þó fremst þegar kemur að framleiðslu á endurnýjanlegri orku á mann.
  • Orkunotkun á mann á Íslandi er sú 10. mesta í heiminum, við sitjum þar á milli Kanada og Bandaríkjanna en notum ekki mikið meiri orku á höfðatölu en til dæmis Noregur og Svíþjóð. Orkunotkun heimilanna er þó meiri en á hinum Norðurlöndunum.
  • Vegna landslags og legu Íslands eru vatnsafl, jarðvarmi og vindorka á landi hagkvæmir kostir hérlendis. Sólarorka og vindorka á hafi eru sem stendur ekki hagkvæmir orkukostir við íslenskar aðstæður. Sjávarorka og fljótandi vindmyllur á hafi nýta tækni sem er enn í þróun og ekki samkeppnishæf við áðurnefnda kosti, en gætu orðið það á næstu áratugum.
Ágústa og Haukur fara yfir helstu tölfræði vefsins orkuskipti.is
Ágústa og Haukur fara yfir helstu tölfræði vefsins orkuskipti.is
Á orkuskipti.is er að finna fullt af ótrúlega áhugaverðri tölfræði og staðreyndum.
Á orkuskipti.is er að finna fullt af ótrúlega áhugaverðri tölfræði og staðreyndum.
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, og Þóra Arnórsdóttir, forstöðumaður samskipta hjá Landsvirkjun og fundarstjóri, tóku spjallið í upphafi fundar.
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, og Þóra Arnórsdóttir, forstöðumaður samskipta hjá Landsvirkjun og fundarstjóri, tóku spjallið í upphafi fundar.

Samhljómur um ávinning samfélagsins

Í pallborði komu svo saman þau Guðmundur Þorbjörnsson, viðskiptaþróun EFLU, Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins, Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar, og Finnur Beck, framkvæmdastjóri Samorku.

Pallborðsumræður í fullum gangi.
Pallborðsumræður í fullum gangi.

Þau höfðu auðvitað sitt hvert sjónarhornið á orkuskiptin fram undan en voru hins vegar sammála um óumdeilanlegan ávinning samfélagsins og mikilvægi þess að almenningur hafi aðgang að áreiðanlegum upplýsingum um orkuskiptin á einum stað.

Pallborðsumræður í fullum gangi.
Pallborðsumræður í fullum gangi.