Umfjöllunarefni
Mannvirkjageirinn stendur fyrir stórum hluta losunar gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu.
Landsvirkjun, Vegagerðin og Isavia eru stórir framkvæmdaaðilar á íslenskum markaði og gegna mikilvægu hlutverki þegar kemur að samdrætti í losun vegna framkvæmda.
Á fundinum kynntu fyrirtækin sínar áherslur og aðgerðir til lágmörkunar losunar þegar kemur að uppbyggingu innviða.
Þá mættu aðilar úr virðiskeðju mannvirkjageirans á Íslandi í pallborð og ræddu hvernig viðfangsefnið horfir við þeim og hvernig geirinn allur gæti unnið saman að þessum málum.