Kolefnisspor framkvæmda

Fundur Landsvirkjunar, Isavia og Vegagerðarinnar um kolefnisspor framkvæmda fór fram miðvikudaginn 16. nóvember 2022 á Reykjavík Hilton Nordica frá kl 9-10:30.

Kolefnisspor framkvæmda

16. nóvember 2022

Umfjöllunarefni

Mannvirkjageirinn stendur fyrir stórum hluta losunar gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu.

Landsvirkjun, Vegagerðin og Isavia eru stórir framkvæmdaaðilar á íslenskum markaði og gegna mikilvægu hlutverki þegar kemur að samdrætti í losun vegna framkvæmda.

Á fundinum kynntu fyrirtækin sínar áherslur og aðgerðir til lágmörkunar losunar þegar kemur að uppbyggingu innviða.

Þá mættu aðilar úr virðiskeðju mannvirkjageirans á Íslandi í pallborð og ræddu hvernig viðfangsefnið horfir við þeim og hvernig geirinn allur gæti unnið saman að þessum málum.

Erindi

  • Ívar Kristinn Jasonarson, sérfræðingur hjá Loftslagi og grænum lausnum hjá Landsvirkjun
    Horfa á erindi Ívars
  • Ásbjörg Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Framkvæmdasviðs Landsvirkjunar, var fundarstjóri.

Pallborðsumræður

Horfa á pallborðsumræður
  • Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverks
  • Arnhildur Pálmadóttir, arkitekt hjá Lendager
  • Sandra Rán Ásgrímsdóttir, sjálfbærniverkfræðingur hjá Mannvit
  • Sigríður Ósk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri umhverfismála hjá Hornsteini
  • Jóhanna Hlín Auðunsdóttir, forstöðumaður Loftslags og grænna lausna hjá Landsvirkjun stýrði umræðum.