Matvæli

Orka, tækni og dass af snjallræði

Við Íslendingar erum höfum um aldir stundað hefðbundna matvælaframleiðslu til að fæða þjóðina og til útflutnings. Við getum byggt á þeim sterka grunni, sótt fram og byggt upp fleiri greinar innan matvælaframleiðslu með okkar grænu orku og hreina vatni.

Ræktun í hátæknigróðurhúsum, örþörungaræktun, framleiðsla próteina, ýmis líftækni, þurrkun, frostþurrkun, eiming og úrvinnsla eru aðeins nokkur dæmi um þau tækifæri sem bíða þess að vera sótt.

Til mikils er að vinna því með hátæknimatvælaframleiðslu hér á landi getum við framleitt matvæli með minna umhverfisspor, bætt nýtingu orkuauðlinda, tengt saman þekkingu úr hefðbundinni matvælaframleiðslu við hátæknimatvælaframleiðslu, skapað ný og eftirsótt störf um land allt og aukið útflutningstekjur.

Orkídea

Orkídea er samstarfsverkefni um nýsköpun á Suðurlandi á vegum Landsvirkjunar, Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Landbúnaðarháskóla Íslands og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Helsta markmið samstarfsins er að auka verðmætasköpun og greiða veg orkutengdra tækifæra, einkum á sviði hátæknimatvælaframleiðslu og líftækni. Ætlunin er að efla nýsköpun og rannsóknir á nýtingu grænnar orku og koma á öflugu samstarfi við bæði fræðasamfélagið og atvinnulífið.

Markmiðið er að fjölga möguleikum svæðisins til að takast á við áskoranir samtímans, auka samkeppnishæfni íslenskra afurða á alþjóðlegum markaði og gera Suðurland leiðandi í samspili orku, umhverfis og samfélags.

MýSköpun

MýSköpun er nýsköpunarfyrirtæki og örþörungaframleiðandi sem framleiðir örþörungana Spirulina (Arthospira plantensis) og Chlorella (Chlorella vulgaris). Félagið var stofnað árið 2013 í kringum rannsóknir um einangrun, greiningu og ræktunarskilyrði örþörunga úr Mývatni með það að markmiði að framleiða og selja í stærri stíl.

Sérhannaður tæknibúnaður gerir þeim kleift að framleiða örþörungana í hátækni ræktunarkerfi.

Mikil tækifæri felast í örþörungarækt, en örþörungar geta til dæmis nýst í matvæli og sem fæðubótaefni til manneldis og í fiskafóður.

Orka, tækni og dass af snjallræði

Dóra Björk Þrándardóttir
Nýsköpunarstjóri