Orka, tækni og dass af snjallræði
Við Íslendingar erum höfum um aldir stundað hefðbundna matvælaframleiðslu til að fæða þjóðina og til útflutnings. Við getum byggt á þeim sterka grunni, sótt fram og byggt upp fleiri greinar innan matvælaframleiðslu með okkar grænu orku og hreina vatni.
Ræktun í hátæknigróðurhúsum, örþörungaræktun, framleiðsla próteina, ýmis líftækni, þurrkun, frostþurrkun, eiming og úrvinnsla eru aðeins nokkur dæmi um þau tækifæri sem bíða þess að vera sótt.
Til mikils er að vinna því með hátæknimatvælaframleiðslu hér á landi getum við framleitt matvæli með minna umhverfisspor, bætt nýtingu orkuauðlinda, tengt saman þekkingu úr hefðbundinni matvælaframleiðslu við hátæknimatvælaframleiðslu, skapað ný og eftirsótt störf um land allt og aukið útflutningstekjur.