Jöklar, orka og vísindi

Landsvirkjun, í samstarfi við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og Jöklarannsóknafélag Íslands, stendur fyrir fræðslufundi í Grósku á alþjóðlegum degi jökla, föstudaginn 21. mars.

Fundurinn hefst kl. 10 og lýkur kl. 11:30. Boðið verður upp á léttar veitingar fyrir fund. Skrá þarf mætingu í formið hér fyrir neðan.

Alþjóðlegur dagur jökla

Árið 2025 hefur verið tileinkað jöklum og verndun þeirra af Sameinuðu þjóðunum. Í ár verður Alþjóðlegur dagur jökla haldinn í fyrsta sinn, og víðsvegar um heiminn verða viðburðir til að vekja athygli á mikilvægi jökla og áhrifum loftslagsbreytinga á þá.

Landsvirkjun, Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og Jöklarannsóknafélag Íslands hafa í áratugi komið að rannsóknum og verndun íslenskra jökla. Á þessum fræðslufundi verður fjallað um þær rannsóknir sem liggja fyrir og hvað framtíð íslenskra jökla ber í skauti sér.

Dagskrá

Frá kl 9.30 - 10 verða léttar veitingar í andyri Grósku.

Fundurinn hefst kl 10

  • Samvinna Jöklarannsóknafélags Íslands og Landsvirkjunar
    Magnús Tumi Guðmundsson, formaður JÖRFÍ 1998-2022
  • Samstarf Jarðvísindastofnunar og Landsvirkjunar um jöklarannsóknir í nærri hálfa öld
    Finnur Pálsson, verkfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands
  • Íslenskir jöklar - lykill velsældar og vaxtar
    Andri Gunnarsson, verkefnisstjóri vatnafars hjá Landsvirkjun