Alþjóðlegur dagur jökla
Árið 2025 hefur verið tileinkað jöklum og verndun þeirra af Sameinuðu þjóðunum. Í ár verður Alþjóðlegur dagur jökla haldinn í fyrsta sinn, og víðsvegar um heiminn verða viðburðir til að vekja athygli á mikilvægi jökla og áhrifum loftslagsbreytinga á þá.
Landsvirkjun, Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og Jöklarannsóknafélag Íslands hafa í áratugi komið að rannsóknum og verndun íslenskra jökla. Á þessum fræðslufundi verður fjallað um þær rannsóknir sem liggja fyrir og hvað framtíð íslenskra jökla ber í skauti sér.