Jöklar, orka og vísindi

Landsvirkjun, í samstarfi við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og Jöklarannsóknafélag Íslands, stóð fyrir fræðslufundi í Grósku á alþjóðlegum degi jökla, föstudaginn 21. mars.

Upptaka af fundinum

Jöklarnir og orkuvinnslan

Fræðslufundur 21. mars 2025

Alþjóðlegur dagur jökla

Árið 2025 var tileinkað jöklum og verndun þeirra af Sameinuðu þjóðunum. Þetta ár var Alþjóðlegur dagur jökla haldinn í fyrsta sinn, og víðsvegar um heiminn voru viðburðir til að vekja athygli á mikilvægi jökla og áhrifum loftslagsbreytinga á þá.

Bekkurinn var þéttsetinn í Grósku.
Bekkurinn var þéttsetinn í Grósku.

Landsvirkjun, Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og Jöklarannsóknafélag Íslands hafa í áratugi komið að rannsóknum og verndun íslenskra jökla. Á fræðslufundinum í Grósku var fjallað um þær rannsóknir sem liggja fyrir og hvað framtíð íslenskra jökla ber í skauti sér.

Áhugasamir gestir með eyrun sperrt.
Áhugasamir gestir með eyrun sperrt.
Þóra Arnórsdóttir stjórnaði fundinum af röggsemi.
Þóra Arnórsdóttir stjórnaði fundinum af röggsemi.

Erindi á fundinum

  • Samstarf Jarðvísindastofnunar og Landsvirkjunar um jöklarannsóknir í nærri hálfa öld
    Finnur Pálsson, verkfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands
    HORFA Á ERINDI FINNS
  • Íslenskir jöklar - lykill velsældar og vaxtar
    Andri Gunnarsson, verkefnisstjóri vatnafars hjá Landsvirkjun
    HORFA Á ERINDI ANDRA

Viðtal á RÚV

Andri Gunnarsson mætti í viðtal í þættinum Samfélaginu á RÚV um íslenska jökla og ákvarðanir í orkumálum.

Smelltu hér til að hlusta á viðtalið.

Grein eftir Andra í Morgunblaðinu 21. mars 2025

Viðtal við Andra í Morgunblaðinu 24. mars