Dagskrá
Á streymisfundinum Hvað er að frétta af raforkuverði? fóru helstu sérfræðingar fyrirtækisins yfir þá meginþætti sem ráða raforkuverði. Þar ræður hagkvæm uppbygging raforkukerfisins mestu, með nýtingu hagkvæmra virkjanakosta, traustri flutningsgetu og skynsamlegum fjárfestingum.
- Dagný Ósk Ragnarsdóttir, forstöðumaður viðskiptagreiningar og þróun markaða hóf fundinn með yfirferð yfir íslenska raforkumarkaðinn.
- Haukur Ásberg Hilmarsson, sérfræðingur hjá viðskiptagreiningu tók við og fór yfir þá áhrifaþætti sem stjórna raforkuverði.
- Jónas Hlynur Hallgrímsson, sérfræðingur hjá viðskiptagreiningu fjallaði um þróun raforkuverðs á Íslandi.
Hefur þú spurningar um efni fundarins? Heyrðu í sérfræðingunum okkar, netfangið er vidskiptagreining@landsvirkjun.is