Breytt heimsmynd - breytt forgangsröðun
Á haustfundinum okkar árið 2022 fjölluðum við um hvað er að gerast á erlendum orkumörkuðum og hver áhrifin séu hér.
Um skýr markmið Íslands í loftslagsmálum, orkuskipti og rafeldsneyti, hvaðan við fáum meiri orku og hvernig Landsvirkjun þarf að forgangsraða í orkusölu næstu árin: til almennrar notkunar, innlendra orkuskipta, stafrænnar vegferðar, nýsköpunar, fjölnýtingar og stuðnings við vöxt og þróun núverandi viðskiptavina.
Samfélagið kallar á meiri græna og endurnýjanlega orku og orkufyrirtæki þjóðarinnar ætlar að svara því kalli.