Engin orkusóun

Landsvirkjun, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og Orkustofnun fengu danska ráðgjafarfyrirtækið Implement til að vinna ítarlega skýrslu um tækifæri í bætti orkunýtni á Íslandi.

Á streymisfundi þriðjudaginn 21. nóvember 2023 var farið yfir niðurstöður skýrslunnar og hvað þær þýða fyrir orkumál á Íslandi á komandi árum.

Upptaka af fundinum

Engin orkusóun

21. nóvember 2023

Skýrsla um orkunýtni

Lesa skýrslu um orkunýtni

Landsvirkjun, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og Orkustofnun hafa látið vinna ítarlega skýrslu um orkunýtni á Íslandi.

Markmið vinnunnar var að varpa ljósi á tækifæri til bættrar orkunýtni hér á landi.

Kortlagðar voru þær aðgerðir sem eru tæknilega og fjárhagslega framkvæmanlegar og mat lagt á stærð þeirra.

Danska ráðgjafarstofan Implement vann skýrsluna, en hún býr yfir mikilli sérfræðiþekkingu á orkumálum og orkunýtni.

Íslensk útgáfa skýrslunnar er hér til hliðar en hér má finna ensku útgáfu hennar.

Dagskrá

  • 13:30 - Opnunarerindi | Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra
    Horfa á erindi Guðlaugs
  • 13:40 - Hvað er orkunýtni | Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsbreytinga og nýsköpunar hjá Orkustofnun
    Horfa á erindi Sigurðar
  • 13:50 - Fugl í hendi - verðmætin í minni sóun | Jóhanna Hlín Auðunsdóttir, forstöðumaður loftslags og grænna lausna hjá Landsvirkjun
    Horfa á erindi Jóhönnu
  • 14:00 - Tækifæri til bættrar raforkunýtni á Íslandi | Martin Bo Hansen, meðeigandi Implement og sérfræðingur í orku- og loftslagsmálum kynnir niðurstöður greiningar á tækifærum til bættrar raforkunýtni á Íslandi
    Horfa á erindi Martins

Tengdar fréttir

Frétt á landsvirkjun.is 21. nóvember 2023:

Getum bætt nýtni raforku um 8%