Skýrsla um orkunýtni
Landsvirkjun, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og Orkustofnun hafa látið vinna ítarlega skýrslu um orkunýtni á Íslandi.
Markmið vinnunnar var að varpa ljósi á tækifæri til bættrar orkunýtni hér á landi.

Kortlagðar voru þær aðgerðir sem eru tæknilega og fjárhagslega framkvæmanlegar og mat lagt á stærð þeirra.
Danska ráðgjafarstofan Implement vann skýrsluna, en hún býr yfir mikilli sérfræðiþekkingu á orkumálum og orkunýtni.
Íslensk útgáfa skýrslunnar er hér til hliðar en hér má finna ensku útgáfu hennar.