Tengdar greinar
Hvað gerist þegar vindinn lægir?
Gunnar Guðni Tómasson og Ríkarður Ríkarðsson skrifa um helstu áskoranir í uppbyggingu vindafls.
Opinn fundur Landsvirkjunar um aflstöðu raforkukerfisins og áhrif á þróun vindorku var haldinn á Reykjavík Natura Hotel við Nauthólsveg fimmtudaginn 2. febrúar kl. 9.
4. febrúar 2023
Hvað gerist þegar vindinn lægir?
Gunnar Guðni Tómasson og Ríkarður Ríkarðsson skrifa um helstu áskoranir í uppbyggingu vindafls.
Ísland er að hefja vegferð á innleiðingu breytilegra orkugjafa, þar á meðal vindorku, sem þarfnast mikils sveigjanleika í raforkukerfinu. Það verður verkefni sem krefst langvarandi samstarfs allra hagaðila.
Á sama tíma er raforkukerfi Íslands að glíma við þrönga aflstöðu og mun gera áfram næstu ár. Á fundinum var kafað ofan í ástæður þess og hvaða áskoranir þessar þrengingar geta valdið.
Sérfræðingar á vegum Landsvirkjunar og EFLU Verkfræðistofu ásamt fleirum ræddu stöðu mála í raforkukerfinu og þær áskoranir sem að því steðja.