Traustur rekstur við krefjandi aðstæður
Ársreikningur Landsvirkjunar fyrir árið 2024 hefur verið birtur.
Fjárhagsstaða fyrirtækisins er sterkari en nokkru sinni áður. Stjórn hyggst leggja til að arður til ríkisins verði 25 milljarðar kr. í ár.

Vaðölduver skal það heita!
Fyrsta vindorkuver landsins, sem Landsvirkjun reisir nú í Rangárþingi ytra og hefur hingað til gengið undir vinnuheitinu Búrfellslundur, ber hér eftir heitið Vaðölduver.

Ársfundur 2025
Ársfundur Landsvirkjunar árið 2025 verður í Silfurbergi í Hörpu þriðjudaginn 4. mars kl. 14. Yfirskrift fundarins er Sterk framtíð á stoðum fortíðar.
Fundinum verður streymt en ef þú vilt vera með okkur í Hörpu þarftu að skrá þátttöku.

Langar þig að vera með okkur í sumar?
Fjölmörg spennandi sumarstörf eru í boði fyrir öflugt ungt fólk, bæði á aflstöðvum okkar um allt land og í Reykjavík. Síðasta sumar sóttu alls 748 háskólanemar og ungmenni um 184 sumarstörf.
Smelltu á "Lesa nánar" til að sækja um!

Öllum skerðingum aflétt
Landsvirkjun hefur tilkynnt öllum stórnotendum raforku á suðvesturhluta landsins að skerðingum á afhendingu raforku verði aflétt frá og með 7. febrúar.
Ástæðan er batnandi vatnsbúskapur á Þjórsársvæðinu eftir umhleypingar síðustu vikna.

Landsvirkjun áfrýjar dómi héraðsdóms
Landsvirkjun hefur ákveðið að áfrýja dómi héraðsdóms Reykjavíkur frá 15. janúar sl. þar sem virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi og óska eftir því að málið fari beint til Hæstaréttar.

Raforkuöryggi
Við þurfum meiri græna orku til að sinna orkuskiptum og almennum vexti í samfélaginu.
Mikil eftirspurn er eftir raforku og við verðum að gæta þess að heimili og almenn fyrirtæki fái þá orku sem þau þurfa.
Þau eiga ekki að þurfa að keppa við stórfyrirtæki landsins um orkuna. Aukin orkuvinnsla skilar ekki raforku fyrr en 2026 og 2028.


Öflugur og eftirsóknarverður vinnustaður
Starfsfólkið okkar gegnir lykilhlutverki í vegferð Landsvirkjunar í orku- og loftslagsmálum.
Við leggjum áherslu á að byggja upp metnaðarfullt starfsumhverfi sem nærir öfluga liðsheild, árangur og hvetjandi starfsanda. Við viljum að orkufyrirtæki þjóðarinnar sé framsýnn vinnustaður sem stuðlar að fjölbreytileika og mætir þörfum starfsfólks um sveigjanleika.


Grænvarpið
Grænvarpið, hlaðvarp Landsvirkjunar um grænar lausnir, fjallar um sjálfbæra þróun og bætta nýtingu auðlinda, hvort sem um er að ræða vinnslu endurnýjanlegrar orku eða aðra þætti hringrásarhagkerfisins.
Rætt er við áhugafólk og frumkvöðla um græna nýsköpun og tækifæri á því sviði.
