Sigöldustöð stækkuð
Unnið er að stækkun Sigöldustöðvar í Þjórsá.
Stöðin verður stækkuð um allt að 65 MW með því að bæta við fjórðu vélinni í inntaksmannvirki, sem og fjórðu þrýstipípunni.

Háaleitisbraut 68 til sölu
Landsvirkjun hefur ákveðið að selja fyrrum höfuðstöðvar sínar að Háaleitisbraut 68.

Jöklarnir og orkuvinnslan
Landsvirkjun, Jarðvísindastofnun og Jöklarannsóknarfélag Íslands fóru yfir samstarf sitt undanfarna áratugi á opnum fundi í Grósku föstudaginn 21. mars, á alþjóðlegum degi jökla.

Rúmar 72 milljónir til 46 verkefna
Orkurannsóknasjóður Landsvirkjunar úthlutaði styrkjum til 46 rannsóknarverkefna í ár, en þetta er í 18. skipti sem úthlutað er úr sjóðnum. Umsóknir hafa aldrei verið fleiri, eða 88.
Í heild hafa styrkir sjóðsins á þessum árum numið einum milljarði og 60 milljónum króna.

Ársskýrslan 2024 komin út
Ársskýrsla Landsvirkjunar fyrir árið 2024 hefur verið birt. Að vanda er hún stútfull af fjölbreyttum fróðleik og upplýsingum um orkufyrirtæki þjóðarinnar.
Smelltu á Lesa nánar til að lesa ársskýrsluna.

Raforkuöryggi
Við þurfum meiri græna orku til að sinna orkuskiptum og almennum vexti í samfélaginu.
Mikil eftirspurn er eftir raforku og við verðum að gæta þess að heimili og almenn fyrirtæki fái þá orku sem þau þurfa.
Þau eiga ekki að þurfa að keppa við stórfyrirtæki landsins um orkuna. Aukin orkuvinnsla skilar ekki raforku fyrr en 2026 og 2028.


Öflugur og eftirsóknarverður vinnustaður
Starfsfólkið okkar gegnir lykilhlutverki í vegferð Landsvirkjunar í orku- og loftslagsmálum.
Við leggjum áherslu á að byggja upp metnaðarfullt starfsumhverfi sem nærir öfluga liðsheild, árangur og hvetjandi starfsanda. Við viljum að orkufyrirtæki þjóðarinnar sé framsýnn vinnustaður sem stuðlar að fjölbreytileika og mætir þörfum starfsfólks um sveigjanleika.


Grænvarpið
Grænvarpið, hlaðvarp Landsvirkjunar um grænar lausnir, fjallar um sjálfbæra þróun og bætta nýtingu auðlinda, hvort sem um er að ræða vinnslu endurnýjanlegrar orku eða aðra þætti hringrásarhagkerfisins.
Rætt er við áhugafólk og frumkvöðla um græna nýsköpun og tækifæri á því sviði.
