Raunhækkun raforkuverðs er 5%
Landsvirkjun hélt upplýsingafund um raforkuverð þann 18. desember, undir yfirskriftinni Hvað er að frétta af raforkuverði?
Þar kom m.a. fram að heildsöluverð hjá Landsvirkjun hækkaði um 5% að raunvirði milli 2023 og 2024, en einnig að sölufyrirtæki hafa öll tryggt sér nær alla orku sem þau þurfa út árið 2025.
Ný heimildamynd um Kröfluelda
„og þá fyrst þorði ég að segja þetta opinberlega að það þyrfti að taka tillit til þess að hugsanlega væri Kröflueldstöðin að vakna til lífsins eftir rúmlega tveggja alda svefn“ Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur.
Auglýst eftir umsóknum í Orkurannsóknasjóð
Við höfum opnað fyrir umsóknir um styrki úr Orkurannsóknasjóði. Rannsóknaverkefni á sviði umhverfis- og orkumála verða styrkt, en 70 milljónir króna eru til ráðstöfunar í þessari úthlutun.
Umsóknarfrestur er til 13. janúar 2025.
Fallið frá skerðingum fyrir norðan og austan
Landsvirkjun hefur tilkynnt stórnotendum á norður- og austurhluta landsins að ekki muni koma til þeirra skerðinga á afhendingu raforku um áramótin sem reiknað hafði verið með.
Áfram verður fylgst með stöðu mála, en útlitið á svæðinu er þokkalegt, t.d. er staða Hálslóns betri í ár en í fyrra.
Vindmyllurnar verða frá Enercon
Landsvirkjun hefur samið við þýska vindmylluframleiðandann Enercon um kaup, uppsetningu og rekstur á 28 vindmyllum sem settar verða upp í Búrfellslundi við Vaðöldu.
Ærin verkefni næstu ár
Landsvirkjun hefur nú hafist handa við gerð Hvammsvirkjunar í Þjórsá og byggingu vindorkuversins Búrfellslundar við Vaðöldu.
Grein eftir Ásbjörgu Kristinsdóttur, framkvæmdastjóra Framkvæmda hjá Landsvirkjun, um þau viðamiklu verkefni sem framundan eru á Suðurlandi.
Bjarni Pálsson nýr framkvæmdastjóri Vinds og jarðvarma
Landsvirkjun hefur ráðið Dr. Bjarna Pálsson í starf framkvæmdastjóra Vinds og jarðvarma.
Bjarni hefur yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af orkumálum, stefnumótun og stjórnun og hefur starfað innan orkugeirans í nær þrjá áratugi, þar af tæplega 15 ár sem stjórnandi hjá Landsvirkjun.
Raforkuöryggi
Við þurfum meiri græna orku til að sinna orkuskiptum og almennum vexti í samfélaginu.
Mikil eftirspurn er eftir raforku og við verðum að gæta þess að heimili og almenn fyrirtæki fái þá orku sem þau þurfa.
Þau eiga ekki að þurfa að keppa við stórfyrirtæki landsins um orkuna. Aukin orkuvinnsla skilar ekki raforku fyrr en 2026 og 2028.
Ábyrg nýting auðlinda
Við höfum sett okkur metnaðarfulla loftslags- og umhverfisstefnu.
Við berum virðingu fyrir náttúru landsins og leggjum ríka áherslu á að draga úr umhverfisáhrifum. Við stefnum að kolefnishlutleysi 2025 en þá verður binding kolefnis í starfsemi okkar að minnsta kosti jafn mikil og losun þess.
Tíminn fyrir aðgerðir er núna. Við ætlum að leggja okkar af mörkum í baráttunni gegn loftslagsvánni.
Öflugur og eftirsóknarverður vinnustaður
Starfsfólkið okkar gegnir lykilhlutverki í vegferð Landsvirkjunar í orku- og loftslagsmálum.
Við leggjum áherslu á að byggja upp metnaðarfullt starfsumhverfi sem nærir öfluga liðsheild, árangur og hvetjandi starfsanda. Við viljum að orkufyrirtæki þjóðarinnar sé framsýnn vinnustaður sem stuðlar að fjölbreytileika og mætir þörfum starfsfólks um sveigjanleika.
Grænvarpið
Grænvarpið, hlaðvarp Landsvirkjunar um grænar lausnir, fjallar um sjálfbæra þróun og bætta nýtingu auðlinda, hvort sem um er að ræða vinnslu endurnýjanlegrar orku eða aðra þætti hringrásarhagkerfisins.
Rætt er við áhugafólk og frumkvöðla um græna nýsköpun og tækifæri á því sviði.