Styrkir til rannsóknaverkefna
Tilgangur sjóðsins er að efla rannsóknir á sviði umhverfis- og orkumála og er markmið hans að veita styrki til rannsóknaverkefna á vegum háskóla, stofnana, fyrirtækja og einstaklinga. Styrkveitingar sjóðsins miða að því að gera fjárframlög Landsvirkjunar til rannsókna skilvirkari og sýnilegri, og tryggja að þær rannsóknir sem sjóðurinn styrkir samrýmist loftslags- og umhverfisstefnu Landsvirkjunar.
Eingöngu er auglýst eftir umsóknum um verkefnastyrki í flokki B, sbr. úthlutunarreglur sjóðsins. Nemendur í meistara- eða doktorsnámi eiga þess kost að sækja um verkefnisstyrk ásamt leiðbeinanda. Styrkir nema að jafnaði ekki meiru en helmingi útlagðs kostnaðar og eru þá veittir til þess hluta kostnaðar sem hlýst af vinnu sérfræðinga, þátttöku meistara- og doktorsnema, og öðrum útgjöldum.