Ársfundur 2021

Ársfundur Landsvirkjunar fór fram þriðjudaginn 23. mars kl. 14 í streymi. Þann dag kom ársskýrslan okkar út sem og loftslagsbókhald og sjálfbærniskýrsla.

Upptaka af fundinum

Ársfundur Landsvirkjunar

23. mars 2021

Gerum heiminn grænan saman

Eftirspurn eftir endurnýjanlegri, grænni orku eykst sífellt. Orkuskipti heimsins á næstu áratugum eru gríðarstórt verkefni. Ísland hefur einsett sér að vera laust við jarðefnaeldsneyti árið 2050 og vera í fararbroddi í loftslagsmálum. Í því felast margar áskoranir í orkuvinnslu, en líka fjölmörg tækifæri til uppbyggingar á nýjum iðnaði.

Orkufyrirtæki þjóðarinnar verður leiðandi í þessum umskiptum og byggir þar á sterkum grunni reynslu og þekkingar.

Ávörp

  • Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra

Horfa á ávarp Bjarna

  • Jónas Þór Guðmundsson, stjórnarformaður

Horfa á ávarp Jónasar

Erindi

  • Hörður Arnarson forstjóri: Nýir tímar, ný stefna, ný tækifæri

Horfa á erindi Harðar

  • Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri: Sjálfbært og grænt samfélag

Horfa á erindi Kristínar

  • Tinna Traustadóttir framkvæmdastjóri: Nýting auðlindar í þágu þjóðar

Horfa á erindi Tinnu

  • Ríkarður Ríkarðsson framkvæmdastjóri: Orkuskipti og orkusjálfstæði

Horfa á erindi Ríkharðs

Jóna Bjarnadóttir framkvæmdastjóri: Forysta í loftslagsmálum

Horfa á erindi Jónu