Gestastofan í Kröflu

Gestastofan í Kröflu er lokuð. Hún verður opnuð aftur í maí 2025.

Krafturinn í Kröflu

Sjá meira um Kröflustöð

Kröflusvæði í Mývatnssveit er eitt frægasta jarðhitasvæði heims. Gestastofan okkar veitir gestum innsýn þá ótrúlegu krafta sem búa í iðrum jarðar.

Í máli og myndum er fjallað um jarðfræði á svæðinu, vinnslu raforku úr jarðvarma, sögu jarðvarmans á Íslandi og tækifærum sem tengjast honum.

Einnig er farið yfir gríðarleg áhrif Kröfluelda á svæðið og uppbyggingu Kröflustöðvar sem var fyrsta stóra jarðvarmavirkjun landsins sem nýtt var til raforkuframleiðslu.

Áhugaverð og fræðandi sýning sem veitir gestum innsýn inn í undraheim jarðvarmans.

Verið velkomin

Heimsóknarbeiðni fyrir hópa

Gestastofan í Kröflu er lokuð. Hún verður opnuð aftur í maí 2025.

Það er opið hjá okkur alla daga í sumar frá 10-17.

Gestastofan er staðsett í aðalrými stöðvarhússins í Kröflu.

Aðgangur að gestastofunni er gjaldfrjáls.

Ef þú hyggst koma í heimsókn með hóp (10 eða fleiri) þarftu að fylla út heimsóknarbeiðni.