Nýr veruleiki

Sameiginleg ráðstefna Landsvirkjunar og CDP (Carbon Disclosure Project) var haldin í Kaldalóni í Hörpu mánudaginn 8. maí kl. 13-16. Tilgangurinn var að ræða gildi upp­lýs­inga­gjaf­ar til CDP á Íslandi, sem hvata til sjálf­bærr­ar þró­un­ar. Ráðstefnan fór fram á ensku.

Upptaka af fundinum

Nýr veruleiki / Transform the norm

8. maí 2023

Tengdar greinar

Alltaf hægt að gera betur
Viðtal við Jóhönnu Hlín Auðunsdóttur 8. maí 2023

Umfjöllunarefni

Heimurinn er á krossgötum. Í heimsfaraldrinum komu veikleikar hagkerfa heims glögglega í ljós og enn á ný kom ákall um sjálfbær og þrautseigari hagkerfi.

Á þessum áratug er nauðsynlegt að stakkaskipti eigi sér stað í aðgerðum gegn loftslagsvánni, eigi markmið um sjálfbær hagkerfi (net-zero) að nást.

Þann 8. maí 2023 stóð Landsvirkjun, sem er leiðandi í loftslagsmálum og miðlun upplýsinga, fyrir ráðstefnu í samvinnu við CDP (Carbon Disclosure Project), óhagnaðardrifin samtök sem reka stærsta upplýsingabanka um umhverfismál á heimsvísu.

Tilgangur ráðstefnunnar var að ræða gildi slíkrar upplýsingagjafar á Íslandi, sem hvata til sjálfbærrar þróunar. Í undanfara loftslagsráðstefnunnar í Dubai (COP28) er afar mikilvægt að opinberar stofnanir, sveitarfélög og fyrirtæki birti sjálfbærniupplýsingar, m.a. til að sýna hversu langt þau hafa náð og þar með stuðla að enn meiri metnaði á heimsvísu.

Dagskrá

1. Landsvirkjun & CDP Europe
  • Jóna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis, Landsvirkjun
  • Maxfield Weiss, framkvæmdastjóri, CDP Europe
2. Pallborðsumræður
  • Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs
  • Hrönn Hrafnsdóttir, Head of Climate Change Affairs, umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar
  • Jóhanna Hlín Auðunsdóttir, forstöðumaður Loftslags og grænna lausna, Landsvirkjun

Stjórnandi pallborðsumræðna: Maxfield Weiss

3. Kynning á skilyrðum CDP
  • Maxfield Weiss
  • Angele Cauchois, upplýsingafulltrúi, CDP Europe
4. CDP – hvað með hið opinbera?
  • Angele Cauchois
  • Eric Wilson, framkvæmdastjóri sjálfbærnisviðs, New York Metropolitan Transportation Authority Construction & Development
5. Lokaorð
  • Jóna Bjarnadóttir
  • Maxfield Weiss

Myndir af fundinum