„Rekstur Landsvirkjunar á öðrum ársfjórðungi gekk vel við nokkuð krefjandi aðstæður. Eftir tvö einstök rekstrarár í sögu fyrirtækisins er afkoman áfram góð. Hagnaður af grunnrekstri á fyrri árshelmingi var 143,4 milljónir Bandaríkjadala, eða 19,9 milljarðar króna og dróst saman um 27%. Rekstrartekjur námu 279,1 milljón dala, eða 38,8 milljörðum króna, samanborið við 331,8 milljónir dala á sama tímabili í fyrra.
![Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar](/_next/image?url=https%3A%2F%2Fimages.prismic.io%2Flandsvirkjun-vefur%2F1ed0918f-29dd-4500-b3ce-b6a05b43ffe2_Large-H%25C3%25B6r%25C3%25B0ur%2BArnarson%2B%25281%2529.jpg%3Fauto%3Dformat%26crop%3Dfaces%252Cedges%26fit%3Dcrop%26w%3D1618%26h%3D1080&w=3840&q=80)
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar
Þröng staða í vatnsbúskapnum setti mark sitt á reksturinn á fyrri hluta ársins. Tekjur af raforkusölu drógust saman vegna skerðingar á afhendingu rafmagns af þeim sökum, auk þess sem verðtenging við Nordpool-markaðinn í samningi við einn stórnotanda féll niður í lok síðasta árs. Þá lækkuðu innleystar áhættuvarnir frá fyrra ári, sem hafði áhrif til tekjulækkunar.“