Skráning hafin á ársfund

13.02.2024Fyrirtækið

Ársfundur Landsvirkjunar árið 2024 verður í Norðurljósum í Hörpu þriðjudaginn 5. mars kl. 14.

Orka í þágu þjóðar

Kynntu þér dagskrá fundarins

Ársfundurinn hefst kl. 14 og stendur til 15:30. Húsið verður opnað kl. 13:30.

Á fundinum verður litið til framtíðar og meðal annars fjallað um ávinninginn af bættri orkunýtn og áform um nýframkvæmdir hjá fyrirtækinu á næstu árum. Fjármálaráðherra ávarpar fundinn sem og formaður stjórnar Landsvirkjunar.

Einnig verður farið yfir helstu áskoranir í okkar einstaka, lokaða raforkukerfi - og svo fögnum við einnig góðum árangri í rekstri Landsvirkjunar sem skilar sér beint til þjóðarinnar!

Vegna takmarkaðs sætaframboðs er nauðsynlegt að skrá mætingu.