Raforkuvinnsla á láði eða legi
Í sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs er boðuð heildarendurskoðun á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, sem oftast gengur undir nafninu rammaáætlun.
Lögin verði endurskoðuð frá grunni með það að markmiði að tryggja ábyrga og skynsamlega nýtingu og vernd orkukosta á Íslandi.
Við hjá Landsvirkjun fögnum því að taka eigi lögin til endurskoðunar og teljum að gera megi ferli rammaáætlunar bæði skilvirkara og árangursríkara fyrir land og þjóð.