Í sumar verða ýmsar jarðtæknirannsóknir á svæðinu. Rannsaka þarf jarðlög undir fyrirhuguðum vindmyllum, byggingum og vegi. Rannsóknarsvæðið er allt umhverfis Vaðöldu, neðan Sultartangastíflu og norðan vegar F26, innan Rangárþings ytra.
Í rannsóknunum felst m.a. að bora hátt í 30 m kjarnaboranir, en einnig eru grafnar gryfjur í laus jarðlög við hvert vindmyllustæði. Þá verða 12-15 m loftboranir í vegstæði að fyrirhuguðum vindmyllum og í næsta nágrenni fyrirhugaðra mannvirkja, auk þess sem boraðar verða tvær vatnstökuholur innan svæðisins.
Niðurstöður rannsóknanna veita mikilvægar upplýsingar sem nýtast í hönnun mannvirkja. Áætluð verklok eru í september.