Landsvirkjun áfrýjar dómi héraðsdóms
Landsvirkjun hefur ákveðið að áfrýja dómi héraðsdóms Reykjavíkur frá 15. janúar sl. þar sem virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi og óska eftir því að málið fari beint til Hæstaréttar.
Héraðsdómur fellir virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar skyldi fellt úr gildi. Dómarinn telur að Umhverfisstofnun hafi skort lagastoð til að heimila breytingu á vatnshloti og því geti virkjunarleyfið ekki staðið.
Endurgreitt vegna innmötunargjalds
Landsnet endurgreiðir Landsvirkjun 2,4 milljarða vegna svokallaðs innmötunargjalds. Gjaldið var hluti af flutningsgjöldum Landsnets og var lagt á í átján mánuði frá byrjun árs 2022.
Hæstiréttur Íslands úrskurðaði gjaldtökuna ólögmæta 5. júní sl. og staðfesti þar með niðurstöðu fyrri dómstiga.
Sumarstarfsfólk óskast!
Fjölmörg spennandi sumarstörf eru í boði fyrir öflugt ungt fólk, bæði á aflstöðvum okkar um allt land og í Reykjavík. Síðasta sumar sóttu alls 748 háskólanemar og ungmenni um 184 sumarstörf.
Smelltu á "Lesa nánar" til að sækja um!
Raunhækkun raforkuverðs er 5%
Landsvirkjun hélt upplýsingafund um raforkuverð þann 18. desember, undir yfirskriftinni Hvað er að frétta af raforkuverði?
Þar kom m.a. fram að heildsöluverð hjá Landsvirkjun hækkaði um 5% að raunvirði milli 2023 og 2024, en einnig að sölufyrirtæki hafa öll tryggt sér nær alla orku sem þau þurfa út árið 2025.
Ný heimildamynd um Kröfluelda
Heimildarmyndin Krafla - Umbrot og uppbygging var frumsýnd árið 2024 í tilefni þess að 40 ár voru liðin frá lokum Kröfluelda.
Myndin var framleidd af OB films í Mývatnssveit, en í henni birtist mikið af myndefni í fyrsta sinn. Hægt er horfa á myndina með því að smella á „Lesa nánar“ hér fyrir neðan.
Fallið frá skerðingum fyrir norðan og austan
Landsvirkjun hefur tilkynnt stórnotendum á norður- og austurhluta landsins að ekki muni koma til þeirra skerðinga á afhendingu raforku um áramótin sem reiknað hafði verið með.
Áfram verður fylgst með stöðu mála, en útlitið á svæðinu er þokkalegt, t.d. er staða Hálslóns betri í ár en í fyrra.
Vindmyllurnar verða frá Enercon
Landsvirkjun hefur samið við þýska vindmylluframleiðandann Enercon um kaup, uppsetningu og rekstur á 28 vindmyllum sem settar verða upp í Búrfellslundi við Vaðöldu.
Raforkuöryggi
Við þurfum meiri græna orku til að sinna orkuskiptum og almennum vexti í samfélaginu.
Mikil eftirspurn er eftir raforku og við verðum að gæta þess að heimili og almenn fyrirtæki fái þá orku sem þau þurfa.
Þau eiga ekki að þurfa að keppa við stórfyrirtæki landsins um orkuna. Aukin orkuvinnsla skilar ekki raforku fyrr en 2026 og 2028.
Öflugur og eftirsóknarverður vinnustaður
Starfsfólkið okkar gegnir lykilhlutverki í vegferð Landsvirkjunar í orku- og loftslagsmálum.
Við leggjum áherslu á að byggja upp metnaðarfullt starfsumhverfi sem nærir öfluga liðsheild, árangur og hvetjandi starfsanda. Við viljum að orkufyrirtæki þjóðarinnar sé framsýnn vinnustaður sem stuðlar að fjölbreytileika og mætir þörfum starfsfólks um sveigjanleika.
Grænvarpið
Grænvarpið, hlaðvarp Landsvirkjunar um grænar lausnir, fjallar um sjálfbæra þróun og bætta nýtingu auðlinda, hvort sem um er að ræða vinnslu endurnýjanlegrar orku eða aðra þætti hringrásarhagkerfisins.
Rætt er við áhugafólk og frumkvöðla um græna nýsköpun og tækifæri á því sviði.